Britney baunar á systur sína

Systurnar Britney (t.v.) og Jamie Lynn Spears.
Systurnar Britney (t.v.) og Jamie Lynn Spears.

Söngkonan Britney Spears er síður en svo ánægð með viðtal sem systir hennar Jamie Lynn Spears fór í á dögunum. Britney segir systur sína hafa fengið allt upp í hendurnar á meðan hún þurfti að semja tónlistina sína sjálf og vinna fyrir sínum eigin frama. 

Britney deildi hugleiðingum sínum um viðtal Jamie Lynn í langri færslu á Twitter í gær og tók fram að hún hefði verið með hita þegar hún horfði á viðtalð. 

„Hún var aldrei í kringum mig fyrir 15 árum, af hverju eru þau að tala um það, nema vegna þess að hún vill selja bók á minn kostnað?“ skrifaði Britney. 

Jamie Lynn var í viðtali við Good Morning America fyrr í vikunni. Þar ræddi hún að stórum hluta um hvernig alkóhólismi föður þeirra, Jamie Spears, hafi haft áhrif á æskuár systranna. Fór hún í viðtal vegna útgáfu sjálfsævisögu sinnar, Things I Should Have Said.

Britney gagnrýndi einnig að systir hennar hefði endurblandað eitt laga hennar fyrir Disney tónlistarverðlaunin árið 2017. 

„Ég veit það hljómar kjánalega í heyrum flestra, en ég samdi flest lögin mín og systir mín var barnið. Hún þurfti aldrei að vinna fyrir neinu. Hún fékk allt upp í hendurnar,“ skrifaði Britney.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest upp á síðkastið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest upp á síðkastið.