Drullusama um samband Wests og Fox

Kim Kardashian missir ekki svefn yfir Kanye West.
Kim Kardashian missir ekki svefn yfir Kanye West. AFP

Athafnakonunni Kim Kardashian er sagt drullusama þótt fyrrverandi eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Kanye West, sé kominn með nýja kærustu. West og nýja kærastan, Julia Fox, hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur. 

Heimildir Page Six herma að Kardashian hafi ekki misst svefn yfir sambandinu og þeirri athygli sem það hefur fengið í fjölmiðlum. „Henni er meira að segja sama þegar þær Fox eru bornar saman. Hún veit að Kanye er hönnuður og listræn manneskja, þetta hefur alltaf verið ástartungumál hans og hvernig hann sýnir fólki að hann sé hrifinn af því,“ sagði heimildamaðurinn. Hann bætti við að Kardashian væri alveg komin yfir West. 

Kardashian er sjálf komin í nýtt samband, en hún sótti um skilnað við West í febrúar á síðasta ári. Kardashian er nú með grínistanum Pete Davidson og hefur það samband einnig fengið mikla athygli líkt og Wests og Fox. 

West er sagður reyna að elta Kardashian hvert sem hún fer og mæta þangað sem hann telur að hún muni mæta. Þá er Kardashian sögð hafa breytt fríi sínu eftir áramótin með Davidson af því að West hafði komist á snoðir um hvert hún væri að fara.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest upp á síðkastið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sækir að þér úr öllum áttum og þú skilur síst hvað veldur því. Kláraðu verkefni sem þú hefur slegið á frest upp á síðkastið.