Fjölskyldubingó í beinni á mbl.is hefst á ný!

Fjölskyldubingó Morgunblaðsins, mbl.is og K100 hefur göngu sína á nýjan leik í næstu viku. Leikur allra landsmanna fer af stað með pompi og prakt og verður í beinni útsendingu á mbl.is fimmtudaginn 20. janúar klukkan 19:00.

Stuðboltinn Siggi Gunnars mun stýra bingófjörinu og færa landsmönnum rjúkandi heitar bingótölur beint heim í stofu. Eva Ruza verður ekki fjarri góðu gamni en hún verður Sigga til halds og trausts líkt og áður.

Allar upplýsingar um Bingóið er að finna á splunkunýjum Bingóvef mbl.is

Spennan í hámarki hjá Sigga og Evu

Ég er svo spenntur fyrir því að byrja aftur! Bingóið er með skemmtilegri verkefnum sem ég hef komið að,“ segir bingóstjórinn Siggi Gunnars. „Viðbrögðin sem við fengum síðast voru mikil og það hefur varla liðið dagur síðan við hættum þar sem ég hef ekki verið spurður hvort við séum ekki að fara að byrja aftur,“ segir hann og bætir við að upprunalega hafi verið farið af stað með bingógleðina til að stytta fjölskyldum stundirnar á meðan harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í landinu.

Mér sýnist að nú sé heldur betur þörf á bingógleðinni aftur. Ekki nóg með það að það eru enn miklar takmarkanir heldur er mikið af fólki heima í einangrun eða sóttkví og getum við vonandi stytt þessu fólki stundirnar núna,“ segir Siggi.

„Ég er klár í bingóbátinn sem Siggi mun stýra og mun gera mitt besta sem bingó háseti. Það er veisla framundan,“ segir gleðigjafinn Eva Ruza og spennan leynir sér ekki.

„Ég er spennt fyrir því að mæta aftur í sjónvarpsstúdíó og dæla í fólk vinningssketsum, sem voru oft á tíðum skrautlegir á síðasta ári. Ég á ekki von á að það verði neitt öðruvísi í þetta sinn,“ segir hún jafnframt. „Ég held að ég tali fyrir okkur bæði þegar ég segi að það eina sem við viljum er að fólk skemmti sér. Bingó er svo skemmtilegur fjölskylduleikur.“

„Ég vona að sem flestir verði með okkur Evu í bingógleðinni. Það besta við bingó er að það geta allir tekið þátt, ungir sem aldnir,“ segir Siggi og hvetur alla til að taka þátt í gleðinni.

Allar nánari upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler