Flýta fyrir skilnaðinum

Leila Goerge og Sean Penn hafa ekki áhuga á því …
Leila Goerge og Sean Penn hafa ekki áhuga á því að vera gift mikið lengur. Samsett mynd

Leikarahjónin Sean Penn og Leila Goerge ætla að reyna að flýta fyrir skilnaði sínum. Þau hafa ráðið einkadómara til þess að sjá um skilnaðinn en það er gert til þess að flýta fyrir skilnaðarferlinu. 

Hin 29 ára gamla George sótti um skilnað frá 61 árs gamla leikaranum í október. Dómarinn Scott Gordon sér um mál þeirra að því fram kemur á vef People. Það kostar að vera með einkadómara en Penn greiðir Gordon 950 Bandaríkjadali á klukkutímann eða rúmlega 120 þúsund krónur fyrir utan aðrar greiðslur. 

Penn og George hafa sést saman nokkrum sinnum eftir að skilanaðarfréttirnar bárust í október. Þau voru saman á áramótunum í Sydney í Ástralíu. Penn og Geor­ge gengu í hjóna­band í júlí árið 2020 í miðjum kór­ónu­veirufar­aldri og höfðu því aðeins verið gift í rúmlega eitt ár þegar leikkonan sótti um skilnað. 

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn.
Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.