Segir Depp ofmetinn

Brian Cox og eiginkona hans Nicole Ansari-Cox.
Brian Cox og eiginkona hans Nicole Ansari-Cox. AFP

Skoski leikarinn Brian Cox heldur ekki aftur af sér í nýrri sjálfsævisögu sinni Putting the Rabbit in tha Hat. Þar segir hann meðal annars leikarann Johnny Dep stórlega ofmetinn leikara. 

Cox hefur farið með hlutverk í fjölda kvikmynda, þátta og leikrita, nú síðast í þáttunum Succession sem hann hefur hlotið Golden Globe-verðlaun fyrir. 

Leikarinn segir frá því að hann hafi ákveðið að neita hlutverki í kvikmyndunum Pirates of the Carribbean meðal annars vegna þess að hann var viss um að hann myndi festast í verkefnum tengdum myndunum í mörg ár. „Annað með Pirates of the Caribbean, þetta var rosa mikið Johnny Depp sem Jack Sparrow-dæmi, og Depp, þótt hann sé eflaust geðþekkur maður, þá er hann svo svakalega ofmetinn,“ skrifaði Cox. 

„Ég meina, tökum Edward Scissorhands. Viðurkennum það bara, þegar þú ert kominn með svona hendur, og færð örin sminkuð á þig, þá þarftu ekki að gera neitt. Og hann gerði ekkert. Þar af leiðandi hefur hann gert enn minna,“ segir Cox í bók sinni.

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant