Grínaðist með skilnaðinn

Tracy Morgan grínaðist um skilnaðinn við Megan Wollover.
Tracy Morgan grínaðist um skilnaðinn við Megan Wollover. AFP

Leikarinn Tracy Morgan gerði grín að skilnaði sínum og leikkonunar Megan Wollover þegar hann kom fram á Caronlines á Broadway um liðna helgi. Þar sagði hann leikkonuna hafa tekið tveggja metra regluna og sóttvarnaráðstafanirnar einum of alvarlega. 

Morgan og Wollover sóttu um skilnað í byrjun faraldursins í júlí árið 2020. 

„Eiginkona mín tók allar þessar sóttvarnareglur aðeins of alvarlega. Ég hringdi í hana og spurði hvort hún væri í sóttkví. Hún sagði að ég gæti kallað það hvaða nafni sem væri; hún væri farin og kæmi ekki aftur,“ sagði Morgan í uppistandi sínu. 

Morgan og Wollover höfðu verið gift frá árinu 2015 en þau kynntust á blindu stefnumóti árið 2011.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.