Bóndadagsgjöfin var ferð á EM

Eiríkur Eiríksson, Bentína Pálsdóttir, Kristinn Halldórsson og Axel Ingi Eiríksson.
Eiríkur Eiríksson, Bentína Pálsdóttir, Kristinn Halldórsson og Axel Ingi Eiríksson. mbl.is/Sonja Sif

Þeir Eiríkur Eiríksson og Kristinn Ágúst Halldórsson eru án efa meðal best giftu manna landsins. Eiginkonur þeirra gáfu þeim nefnilega ferð á leik Íslands gegn Danmörku á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi í bóndadagsgjöf í ár. Leikur Íslands fer fram í kvöld en bóndadagurinn er á morgun. Fréttaritari mbl.is náði tali af þeim Eiríki og bróður hans Axel Inga Eiríkssýni auk Kristins og Bentínu Pálsdóttur eiginkonu hans á flugvellinum í Keflavík. 

„Íslenskar konur eru orðnar svo gjafmildar í Covid,“ segir Eiríkur hress í bragði á Loksins barnum í Leifsstöð. 

Hópurinn tók skyndiákvörðun í gær að skella sér út, líkt og svo margir aðrir. Axel og Eiríkur eru bræður en Kristinn er frændi þeirra. 

„Við látum okkur ekki vanta á svona stórmót,“ segja frændurnir sem fóru einnig á EM í fótbolta í Frakklandi árið 2016. Þetta er þó í fyrsta skipti sem hópurinn skellir sér á handboltamót og fyrsta stórmótið sem Bentína er með í för.

Ætla að framlengja fram yfir Frakkaleikinn

Það er alltaf stemning á stórmótum sem Ísland tekur þátt í og það á við í þetta sinn, þó veiran skæða geri leikmönnum lífið leitt. Fimm leikmenn íslenska landsliðsins hafa greinst smitaðir í gær og í dag og munu því ekki taka þátt í næstu leikjum Íslands. Á laugardagskvöld spilar liðið við Frakka og eru þeir Eiríkur og Axel með það í kortunum að framlengja ferðina og næla sér í miða á Frakkaleikinn. „Við áttum að fara heim á morgun, en við erum að spá í að vera aðeins lengur og taka Frakkaleikinn líka. Það er að koma helgi og svo er konan að splæsa,“ segir Eiríkur.

Spurður hvort miðar á Frakkaleikinn séu komnir í hús segja bræður svo vera ekki. „Íslendingar redda sér alltaf, til að styðja strákana okkar,“ segir Eiríkur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.