Finnst flest lögin vandræðaleg

Bono finnst vandræðalegt að hlusta á sjálfan sig.
Bono finnst vandræðalegt að hlusta á sjálfan sig. AFP

Tónlistarmaðurinn Bono getur ekki hlustað á lög hljómsveitar sinnar U2. Þegar hann heyrir lögin sín í útvarpinu fer hann hjá sér og roðnar. 

Bono var til viðtals í hlaðvarpi The Hollywood Reporter, Awards Chatter, á dögunum. „Þegar ég heyri eitthvert laga okkar í útvarpinu, þá verð ég, eins og við segjum í Dublin, skarlatsrauður í framan. Ég fer bara svo hjá mér,“ sagði Bono.

„Eina lagið sem ég get hlustað á er Miss Sarajevo með Luciano Pavarotti. Ég fæ aulahroll yfir flestum öðrum lögum okkar,“ sagði Bono.

Tónlistarmaðurinn segist vera sinn helsti gagnrýnandi og það sé aðeins nýlega sem hann sé orðinn ánægður með hvernig rödd hans hljómar. „Ég varð bara söngvari nýlega, bara mjög nýlega. Kannski hefur það ekki gerst enn þá í eyrum margra og ég skil það,“ sagði Bono. 

Hvað viðkemur nafni sveitarinnar, U2, segist Bono ekki hrifinn af því. Sér finnist það í raun frekar hallærislegt og hafi alltaf fundist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant