Hreiðar Levy í fyrsta skipti á leik sem áhorfandi

Fyrrverandi handboltamaðurinn og stjörnufasteignasalinn Hreiðar Levy Guðmundsson í Leifstöð í …
Fyrrverandi handboltamaðurinn og stjörnufasteignasalinn Hreiðar Levy Guðmundsson í Leifstöð í dag. mbl.is/Sonja Sif Þórólfsdóttir

Fyrrverandi handboltamaðurinn og stjörnufasteignasalinn, Hreiðar Levy Guðmundsson, er á leið út á sinn fyrsta landsliðsleik sem áhorfandi. Leiðin liggur á leik Íslands gegn Danmörku á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi um þessar mundir. mbl.is hitti á Hreiðar í flugstöðinni í Keflavík. 

„Þetta var svona skyndiákvörðun. Við fórum að skoða þetta milli tvö og þrjú í gær og svo var þetta bara bókað,“ segir Hreiðar. Hreiðar lék sinn síðasta leik með landsliðinu árið 2013 og hefur aldrei farið út sem áhorfandi. Árin á eftir lék hann með hinum ýmsu félagsliðum hér heima á Íslandi en er nú búinn að leggja skóna á hilluna. 

„Núna hefur loksins skapast smá tími til að skella sér út á leiki. Ég held að ég geri þetta bara að árlegum viðburði,“ segir Hreiðar sem mun aðeins tjalda til einnar nætur í Búdapest. „Ég er búinn að lofa konunni að við förum aftur út ef Ísland kemst áfram upp úr milliriðlakeppninni,“ segir Hreiðar sem er nú í för með félögum sínum. 

Hreiðar hefur undanfarna daga verið með áberandi auglýsingu í fjölmiðlum. Spurður hvort auglýsingin sé að skila sínu segist Hreiðar vissulega hafa fengið nokkur símtöl. „Annars finnst fólki þessi auglýsing bara skemmtileg,“ segir Hreiðar og blaðamaður samsinnir því. 

Hreiðar er í gamalli treyju sem hann lék í á Evrópumeistaramótinu í Austurríki árið 2010. „Þetta er bronstreyjan. Það dugði ekkert annað,“ segir Hreiðar sem á nokkrar treyjur frá landsliðsárum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson