Óþekkjanleg sem Svarta ekkjan

Sofia Vergara sem Griselda Blanco.
Sofia Vergara sem Griselda Blanco. Ljósmynd/Netflix

Hollywoodstjarnan Sofia Vergara er nær óþekkjanleg í nýju hlutverki. Leikkonan leikur Griseldu Blanco í nýrri þáttaröð um kólumbísku guðmóðurina. Þáttaröðin heitir einfaldlega Griselda. 

Netflix deildi mynd af Vergara á Twitter og var glamúrinn sem hefur lengi einkennt Vergara víðsfjarri. Streymisveitan greindi einnig frá því að Modern Family-stjarnan væri að snúa aftur í sjónvarpið.

Vergara tekur þátt í að framleiða þættina en sama teymi stendur að þáttunum og gerðu Narcos þættina vinsælu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stórstjarna túlkar Blanco en leikkonan Catherine Zeta-Jones lék hana í kvikmyndinni Cocaine Godmother sem kom út árið 2018. 

Sofia Vergara á rauða dreglinum.
Sofia Vergara á rauða dreglinum. AFP

Blanco fæddist árið 1943 í borginni Mdellin í Kólumbíu og vann fyrir sér sem vændiskona frá 12 ára aldri þar til hún flutti til New York um miðjan áttuna áratuginn. Þar hóf hún sölu og dreifingu á fíkniefnum en slapp undan laganna vörðum til Miami þar sem hún kom sér upp gríðarlegu viðskiptaveldi utan um innflutning og sölu á kókaíni. Blanco var fljótlega alræmd fyrir grimmd og morðþorsta en viðurnefnið Svarta ekkjan hlaut hún fyrir að myrða eiginmenn sína þrjá. Blanco var handtekin árið 1985 og framseld til Kólumbíu árið 2004. Hún var skotin til bana árið 2012. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.