Söngvarinn Meat Loaf er látinn

Meat Loaf er látinn.
Meat Loaf er látinn.

Bandaríski söngvarinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á  facebooksíðu fjölskyldu hans.

„Hjörtu okkar eru brostin þegar við tilkynnum að hinn einstaki Meat Loaf lést í nótt með eiginkonu sína Deborah sér við hlið,“ sagði í tilkynningunni. „Dæturnar Pearl og Amanda ásamt nánum vinum hafa verið hjá honum síðasta sólarhringinn.“

Plata hans Bat Out of Hell er ein söluhæsta plata allra tíma.

Alls seldi Meat Loaf, sem fæddist í Texas, um 100 milljónir platna um allan heim og er Bat Out of Hell á meðal þeirra tíu sem hafa selst mest allra í sögunni.

Hann lék einnig í kvikmyndum á borð við Fight Club, Focus, Rocky Horror Picture Show og Wayne´s World.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.