Eiga í leynilegu ástarsambandi

Bill Hader og Anna Kendrick eru að hittast.
Bill Hader og Anna Kendrick eru að hittast. Samsett mynd

Hollywoodstjörnurnar Anna Kendrick og Bill Hader hafa átt í leynilegu ástarsambandi í heilt ár. Kendrick og Handrick hafa passað að fara leynt með sambandið en þau eru sögð skemmta sér vel saman enda gamanleikur sérsvið þeirra beggja. 

„Anna hefur verið að hitta Bill leynilega í yfir eitt ár,“ sagði heimildarmaður People. „Þau hittust fyrir mörgum árum. Hún var að kynna Saturday Night Live og þau hafa leikið saman í mynd en þau byrjuðu saman löngu eftir myndina.“

Þrátt fyrir frægðina hafði ekkert spurst til sambands leikarana þangað til nýlega. Þau eru sögð passa að halda einkalífinu út af fyrir sig. „Þau eru bæði mjög fyndin og þau hljóta að fá hvort annað til að hlæja endalaust. Hún er mjög, mjög hamingjusöm.“

Hin 36 ára gamla Kendrick og hinn 43 ára gamli Hader léku saman í myndinni Noelle sem kom út árið 2019. Greint var frá því í júlí 2020 að Hader væri hættur með leikkonunni Rachel Bilson aðeins sex mánuðum eftir að þau gerðu samband sitt opinbert. 

Talsmenn Kendrick og Haders vildu ekki tjá sig um sambandið. 

Anna Kendrick.
Anna Kendrick. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.