Rútan ykkar er að brenna!

Halestorm-liðar sluppu með skrekkinn.
Halestorm-liðar sluppu með skrekkinn. AFP

Engan sakaði þegar eldur kom upp í túrrútu bandarísku rokksveitarinnar Halestorm aðfaranótt fimmtudags. Allir gistu á hóteli. 

„Þetta var eftirminnileg nótt hjá okkur Halestorm-liðum,“ skrifaði Joe Hottinger, gítarleikari bandsins á Instagram að morgni fimmtudags. „Við vorum öll á hótelherbergjum okkar þegar við vöknuðum við það að rútan okkar var að brenna til kaldra kola kl. 3 að nóttu. Gaman, gaman. En engan sakaði.“

Atvikið átti sér stað í Worcester, Massachusetts, og Hottinger ber lof á framgöngu slökkviliðs borgarinnar sem slökkti eldinn með hraði. Þá hafi „hinn óttalausi“ öryggisvörður bandsins, Steve, bjargað því sem bjargað varð með því að draga hljóðfæri og annað út úr rútunni. „Við misstum samt dót, en það var bara dót.“

Lzzy Hale, söngkona Halestorm, þakkaði fyrir hlýjar kveðjur í færslu á Twitter. „Til allrar hamingju svaf enginn í rútunni í nótt. Mér er enn þá brugðið og tilfinningarnar flæða í dag. En svo virðist sem veröldin sé ekki búin að fá nóg af okkur enn þá!“

Eldsupptök eru ókunn.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.