Schwarzenegger lenti í fjögurra bíla slysi

Arnold Schwarzenegger, leikari, kraftajötunn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu.
Arnold Schwarzenegger, leikari, kraftajötunn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu. AFP

Leikarinn og kraftajötunninn Arnold Schwarzenegger lenti í fjögurra bíla bílslysi í Los Angeles í gær með þeim afleiðingum að einn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús.

Myndir frá vettvangi sýna jeppa hálfpartinn ofan á tveimur öðrum bílum við mislæg gatnamót nærri Brentwood-hverfi Los Angeles-borgar, eins og greint er frá á BBC. Schwarzenegger sést standa utan við einn bílinn en hann ók umræddum jeppa.

Lögregla segir að enginn hafi verið handtekinn vegna slyssins og búið er að útiloka að áfengi hafi verið orsakavaldur þess.

Schwarzenegger slapp ómeiddur að því er talsmaður hans staðfestir við miðla vestanhafs. Slysið er nú til rannsóknar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.