Britain's Got Talent-dómari fékk gula spjaldið

David Walliams hefur verið áminntur í starfi fyrir ósmekklega hegðun.
David Walliams hefur verið áminntur í starfi fyrir ósmekklega hegðun. Skjáskot/Instagram

Breski grínistinn og Britain's Got Talent-dómarinn David Walliams hefur verið áminntur í starfi sínu sem dómari í þáttunum. 

Walliams þykir hafa hegðað sér með einkennilegum hætti í áheyrnarprufunum sem nú fara fram fyrir komandi þáttaröð. Er hann sagður hafa berað sig fyrir framan áhorfendur og samstarfsmenn með því að klæða sig úr skyrtunni og leika sér í kjölfarið að geirvörtum sínum. Því næst er hann sagður hafa stungið fingri inn um klaufina á buxunum sem hann klæddist og gert sig líklegan til að afhjúpa fleira en bara geirvörturnar. 

Walliams sat við hlið yfirdómarans, Simons Cowells, sem hneykslaðist á uppátækinu. Samkvæmt frétt frá Daily Mail hefur þeim áður sinnast vegna brandara sem Walliams sagði og Cowell þótti ósmekklegur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant