Thierry Mugler látinn 73 ára að aldri

Thierry Mugler.
Thierry Mugler. AFP

Franski tískuhönnuðurinn Thierry Mugler er látinn 73 ára að aldri að því er greint er frá á samfélagsmiðlareikningum hans.

Mugler var þekktur fyrir klæðnað sinn sem gjarnan var breiður og mikill yfir axlirnar og innblásinn af tísku eftirstríðsáranna, eins og segir í andlátsfregn á BBC.

Stjörnur á borð við David Bowie og Lady Gaga klæddust fötum eftir Mugler og hann hannaði margan búninginn fyrir Beyoncé og hannaði víðfrægan kjól Kim Kardashian fyrir Met Gala-hátíðina árið 2019.

Á síðari árum varð Mugler svo þekktur fyrir ilmvötn sem seld voru í hans nafni, Angel og Alien.

Í færslu á instagramreikningi Muglers er honum lýst sem hugsjónarmanni með ímyndunarafl sem valdefldi fólk um allan heim.

Umboðsmaður Muglers sagði við AFP að andlátið hafi borið að með náttúrulegum orsökum.

Kim Kardashian í kjól Muglers á Met Gala 2019. Við …
Kim Kardashian í kjól Muglers á Met Gala 2019. Við hlið hennar stendur fyrrverandi eiginmaður hennar, Kanye West. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.