Í agnarsmáum sundfötum en rándýrum stígvélum

Kendall Jenner í skíðafríi í Aspen.
Kendall Jenner í skíðafríi í Aspen. Samsett mynd

Kuldinn virðist ekki bíta á fyrirsætuna Kendall Jenner en hún birti mynd af sér á sundfötum að leika sér í snjónum. Sundfötin voru agnarsmá en fyrirsætan klæddist auk þeirra stígvélum frá Miu Miu. 

Stígvélin eru úr gerviloðfeldi og eflaust ansi hlý en þau kosta rúmar tvö hundruð þúsund krónur. 

„Wim Hof sagði ísböð,“ skrifaði Jenner við myndirnar og vísar þar í Ísmanninn sjálfan sem þekktur hefur verið fyrir að tala fyrir gagnsemi kaldra baða. 

Myndirnar eru úr fríi sem Jenner fór nýverið í til Aspen í Colorado, en hún birti einnig myndband af sér að bruna niður brekkurnar á snjóbretti.

Á milli þess sem Jenner lék sér í snjónum og brunaði niður brekkurnar fór hún á veitingastaðinni Little Nell og á sýningu á verkum Andys Warhols.

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki þér.