Eru ólík og verja litlum tíma saman

Donald og Melania Trump áttu 17 ára brúðkaupsafmæli um síðustu …
Donald og Melania Trump áttu 17 ára brúðkaupsafmæli um síðustu helgi. AFP

Donald og Melania Trump, fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna, fögnuðu 17 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn og gerðu ekki ráð fyrir að gera mikið úr tímamótunum. Hjónin líta ekki beint út fyrir að verða ástfangnari með hverju árinu.

Margt hefur breyst síðan Donald og Melania Trump giftu sig hinn 22. janúar 2005 í Miami. Gert var ráð fyrir að hjónin borðuðu kvöldmat saman á brúðkaupsafmælinu en annars gera þau lítið saman og verja litlum tíma saman. Ku hjónunum semja eins vel og við er að búast miðað við hversu ólík þau eru að því er fram kemur á vef People.

„Hún mætir á viðburði með Donald við ákveðin tilefni en ver mestöllum tíma sínum með fjölskyldunni,“ sagði einn heimildarmaður. „Svona lifir hún sínu lífi og hún kann vel við það, sérstaklega í Palm Beach.“ Þegar átt er við fjölskyldu Melaniu er átt við einkasoninn Barron Trump, foreldra hennar og systur. 

Hjónin eru hamingjusöm með flutninginn til Miami. „Bæði eru mjög hamingjusöm í Palm Beach,“ sagði annnar heimildarmaður. „Þau eiga heima í Mar-a-Lago og gætu ekki verið ánægðari með það,“ sagði heimildarmaður. „Þau sakna ekki New York.“ 

„Donald spilar golf reglulega með stjórnmálamönnum sem fljúga niður eftir sem og vinum úr klúbbnum og Melania heldur sér upptekinni með fjölskyldu sinni, í heilsulindinni í Mar-a-Lago, fyrirtækjum sínum og góðgerðarstarfi.“ 

Annar heimildarmaður greindi frá því að hjónin ætluðu bara að vera heima á brúðkaupsafmælinu. Þrátt fyrir að Melania Trump forðist sviðsljósið er hún sögð vera að vinna að spennandi verkefni. 

„Melania hefur áhuga á tísku og langar að gera eitthvað sem hún græðir peninga á,“ sagði annar heimildarmaður. „Þótt Melania sé hljóðlát og það fari lítið fyrir henni þá hefur hún skoðanir og gerir það sem hana langar til, jafnvel þótt aðrir skilji það ekki.“

Margt hefur breyst síðan hjónin gengu í hjónaband árið 2005.
Margt hefur breyst síðan hjónin gengu í hjónaband árið 2005. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.