Ræða ekki pólitísk málefni

Aaron Rodgers og Shailene Woodley eru ekki sammála um pólitísk …
Aaron Rodgers og Shailene Woodley eru ekki sammála um pólitísk málefni. Samsett mynd

Stjörnuparið Shailene Woodley og Aaron Rodgers eru sögð tala lítið um stjórnmál. Þau hafi komist að því samkomulagi um að það væri í lagi að þau væru ósammála um ákveðin pólitísk mál. 

Woodley er leikkona og hefur farið með hlutverk í kvimyndum á borð við The Fault in Our Stars, Divergent þríleiknum og þáttunum Big Little Lies. Rodgers er fótboltakappi og leikur fyrir Green Bay Packers. 

„Þau tala ekki um pólitískar skoðanir sínar og þau hafa aldrei gert það. Þau eru ósammála um margt. Snemma komust þau að samkomulagi um að vera ósammála um nokkur málefni og ræða þau ekki,“ sagði heimildamaður People um málið. Hann bætti við að Woodley skipti ekki um skoðun svo auðveldlega.

Woodley og Rodgers hafa verið saman síðan 2020. Hann greindi frá sambandi þeirra í febrúar á síðasta ári og sagði þau trúlofuð. 

Woodley hefur beitt sér í nokkrum pólitískum málefnum, þar á meðal umhverfisvernd. Hún hefur stutt Bernie Sanders í forsetaframboði og kom meðal annars fram með honum í spjallþætti. 

Rodgers hefur gagnrýnt stefnu Joes Bidens Bandaríkjaforseta í bólusetningum og baráttuni við kórónuveiru faraldurinn. Hann hefur hafnað því að láta bólusetja sig.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.