Kvæntist ungu kærustunni í leyni

Brad Garrett og IsaBeall Quella.
Brad Garrett og IsaBeall Quella. Skjáskot/Instagram

Everybody Loves Raymond-leikarinn Brad Garrett gekk að eiga IsaBeall Quella hinn 11. nóvember á síðasta ári. Garrett greindi ekki frá brúðkaupinu opinberlega fyrr en í viðtali við People í vikunni. 

Garrett er 61 árs en Quella er 37 ára og því skilja 24 ár þau að. Þau giftu sig í Montecito í Kaliforníu en þau höfðu þurft að fresta brúðkaupinu fjórum sinnum; tvisvar vegna faraldursins, einu sinni vegna skógarelda og einu sinni vegna aurskriða. 

Garrett og Quella hafa verið saman frá árinu 2008. Þau voru í sambandi í sjö ár áður en þau trúlofuðu sig árið 2015. 

Þetta er annað hjónaband hans, en hann var áður giftur Jill Diven. Með henni á hann 23 ára soninn Maxwell og dótturina Hope, 22 ára.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.