Morgan Stevens er látinn

Bandaríski leikarinn Morgan Stevens er látinn 70 ára að aldri.
Bandaríski leikarinn Morgan Stevens er látinn 70 ára að aldri.

Melrose Place-leikarinn Morgan Stevens er látinn 70 ára að aldri. Stevens fór með hlutverk Nicks Diamonds í þáttunum Melrose Place. 

Stevens fannst látinn á heimili sínu, en nágranni gerði lögreglu viðvart þegar hann hafði hvorki heyrt né séð Stevens í nokkra daga. 

Lögregla telur að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en dánarstjóri hefur ekki gefið upp dánarorsök hans. 

Stevens var gestaleikari í fjölda sjónvarpsþátta í gegnum árin. Hann lék til dæmis í þáttunum Fame, A Year in the Life, One Day at a Time og Walker, Texas Ranger. 

Stevens fæddist árið 1951 í Tennessee í Bandaríkjunum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.