Ástkonur Kutchers saman á skjánum

Demi Moore og Mila Kunis.
Demi Moore og Mila Kunis. Skjáskot/YouTube

Hollywood-leikkonurnar Demi Moore og Mila Kunis eiga svo sannarlega margt sameiginlegt líkt og getið er í nýrri auglýsingu bandaríska fjarskiptafyrirtækisins AT&T. Leikkonurnar tvær fara hvor með sitt hlutverk í auglýsingunni sem virtist koma mörgum spánskt fyrir sjónir vegna sögu þeirra. Fréttamiðillinn People greindi frá.

Í auglýsingunni má sjá leikkonurnar saman komnar á menntaskóla árgangsmóti. Bíða þær með öndina í hálsinum eftir að kynnir kvöldsins veiti viðurkenningar. Báðar búast þær við að fá verðlaun og gera sig líklegar til að taka við verðlaununum en hvorug þeirra hreppti hnossið.

„Ég hafði ekki hugmynd um að við hefðum gengið í sama menntaskóla,“ heyrist Moore segja vandræðalega við Kunis þegar þær rekast á hvor á aðra við sviðið.    

„Við eigum margt sameiginlegt,“ svarar Kunis um hæl og þar lýgur hún engu.

Það sem sameinar þær Demi Moore og Milu Kunis eru ástarævintýri þeirra við leikarann Ashton Kutcher. Demi Moore og Ashton Kutcher voru gift á árunum 2005-2013 en stuttu eftir skilnað þeirra fór Kutcher að eiga vingott við Milu Kunis. Samband þeirra hefur enst vel en þau giftu sig árið 2015 og hefur ást þeirra ekki fölnað síðustu ár, heldur þvert á móti. Þau hafa eignast tvö börn saman, Wyatt Isabelle, 7 ára og Dimitri Portwood, 5 ára.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.