Aldrei fór ég suður haldin

Aldrei fór ég suður 2017.
Aldrei fór ég suður 2017. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um páskana, 15.-17. apríl, með hefðbundnu sniði. Hátíðin var blásin af í fyrra og árið 2020 var einungis streymt frá tónleikum.

Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, greindi frá því á Rás 2 nú fyrir stundu að hátíðin fer fram með hefðbundnu sniði um páskana.

Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. mbl.is/Hallur Már

Þrjú tónlistaratriði hafa verið staðfest en það eru Bríet, Hermigervill og hljómsveitin Celebs.

Hátíðin hefur verið haldin óslitið frá árinu 2004, ef undan eru skilin „kórónuárin“.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú getað fengið alla á þitt band og að þú sért við stjórnvölinn í þínu lifi. Gefðu þér því góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér.