Vill endurleika kossinn fræga

Sjóðandiheitur kossinn vakti mikla athygli á sínum tíma.
Sjóðandiheitur kossinn vakti mikla athygli á sínum tíma. Ljósmynd/WIN MCNAMEE

Poppprinsessurnar Madonna og Britney Spears settu heimsbyggðina á hliðina þegar þær kysstust á MTV verðlaunahátíðinni árið 2003. Atvikið kom öllum að óvörum og þykir því mjög eftirminnilegt.

Madonna viðurkenndi á Instagram á dögunum að hana langi til að endurleika kossinn fræga. Hún sagðist þó ekki vera viss um að Spears tæki jafn vel í þá hugmynd. Fréttamiðillinn Daily Star greindi frá. 

„Hvað segið þið um að við Britney komum aftur fram saman? Við gætum endursýnt hinn eina sanna koss. Kossinn já,“ er meðal annars sem Madonna sagði í svari sínu til aðdáanda sem spurðist fyrir um fyriráætlað tónleikaferðalag hennar. 

Kossinn frægi vakti mikla athygli á sínum tíma enda var hann heitur og innilegur. Spears sá um að opna verðlaunahátíð MTV ásamt söngkonunni Christina Aguilera, með því að syngja Madonnu-smellinn „Like a Virgin“ þegar Madonna hoppaði skyndilega upp úr brúðartertu klædd sem brúðgumi. Endaði atriðið svo með kossinum og hver veit nema poppprinsessurnar eigi eftir að leika hann eftir á næstu misserum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.