Fyrirsjáanlegur tungukoss í Frakklandi

Frekar fyrirsjáanlegur tungukoss hjá þeim Juliu Fox og Kanye West.
Frekar fyrirsjáanlegur tungukoss hjá þeim Juliu Fox og Kanye West. Skjáskot/Twitter

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur látið mikið fyrir sér fara í fjölmiðlum undanfarið. Nýlegt ástarsamband hans við leikkonuna Juliu Fox hefur leikið á als oddi síðustu misseri og fór það varla framhjá neinum að þau voru stödd saman á tískuvikunni í París í vikunni sem leið.

Sagan virðist endurtaka sig, aftur og aftur. Líkt og með fyrri kærustur Wests klæddist Julia Fox sig í stíl við hann á tískuvikunni og fyrirsjáanlegasti tungukoss heims átti sér stað á milli þeirra fyrir framan ljósmyndara í veislu þar sem mörg þekkt nöfn voru saman komin. 

Samkvæmt fréttamiðlinum PageSix er Kanye West ekki að leika þetta brellubragð í fyrsta sinn því eldheitir tungukossar fyrir framan ljósmyndara hafa verið hluti af öllum ástarsamböndum sem hann hefur átt í. Áþekkjanlegar myndir eru til af honum og fyrrverandi eiginkonu hans, Kim Kardashian og einnig kærustunni sem hann átti fyrir tíma hans og Kardashians, Amber Rose. 

Margir netverjar hafa bent á líkindi myndanna og hegðunar Wests í þessum efnum og telja þetta skrítið atferli. 

„Sagan að endurtaka sig,“ benti einn Twitter-notandi á og hafði sett saman myndir af samskonar tungukossum Wests og fyrri ástkvenna.

Ástarævintýri þeirra Wests og Fox hefur ekki staðið lengi yfir en þau fóru fyrst að stinga saman nefjum á gamlárskvöld í borginni Míamí.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Fólk tekur mikið mark á því sem þú segir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Fólk tekur mikið mark á því sem þú segir.