Klipptur út úr lokaþættinum

Chris Noth mun ekki sjást í lokaþætti And Just Like …
Chris Noth mun ekki sjást í lokaþætti And Just Like That. AFP

Leikarinn Chris Noth hefur verið klipptur út úr lokaþætti framhaldsseríunnar And Just Like That. Frá þessu greinir vefmiðillinn Variety og hefur eftir framleiðanda og leikstjóra þáttanna Michael Patrick King að ástæðan sé vegna ásakana um að Noth hafi beitt kynferðisofbeldi.

King sagði í viðtalinu að markmiðið hefði verið að setja fókusinn á aðalleikkonunar þrjár. „Ég vildi að þátturinn einblíndi á sögu þessara þriggja kvenna og því sem þær hafa lagt af mörkum í síðustu tíu þáttum. Og ég vildi ekki að öll sagan væri um hvort einhver væri, eða væri ekki í þættinum,“ sagði King. 

Fyrsti þáttur seríunnar, sem er framhaldssería af Sex and the City, var frumsýndur í lok nóvember. Snemma í desember stigu nokkrar konur fram og sögði Noth hafa beitt sig kynferðisofbeldi og komið illa fram. Noth lék í fyrsta þættinum en ekki í seinni þáttum. 

Eftir að konurnar stigu fram sendu aðalleikkonurnar þrjár, Sarah Jessica Parker, Kristen Davis og Cynthia Nixon frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýstu yfir stuðningi við konurnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gefa þér góðan tíma til þess að velta framtíðinni fyrir þér. Hvað viltu fá út úr lífinu? Skrifaðu markmið þín niður, því þannig rætast þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin