Baldwin snúinn aftur til vinnu

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Leikarinn Alec Baldwin er snúinn aftur til vinnu sinnar rúmum þremur mánuðum eftir voðaskotið örlagaríka við tökur á kvikmyndinni Rust. Baldwin sagði á Instagram að það væri skrítið að vera farinn að vinna aftur. 

„Ég hef ekki unnið síðan 21. október á síðasta ári þegar þetta hræðilega atvik varð við tökur á þessari mynd, og vinkona okkar Halyna Hutchins lést af slysförum. Mér finnst enn erfitt að segja það,“ sagði Baldwin. 

Baldwin hefur verið frá vinnu síðan voðaskotið varð en lögregla í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum er enn að rannsaka voðaskotið sem varð Hutchins að bana og særði leikstjórann Joel Souza.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér.