Baldwin hafi ekki endilega tekið í gikkinn

Alec Baldwin.
Alec Baldwin. AFP

Mary Carmack-Altwies, saksóknari í Santa Fe í Bandaríkjunum segir að það sé ekki ljóst hvort leikarinn Alec Baldwin hafi tekið í gikkinn á byssunni sem varð tökumanninum Halynu Hutchins að bana. 

Saksóknarinn segir að viðtal leikarans við sjónvarpsstöðina ABC hafi verið áhugavert og þá sérstaklega fullyrðing hans um að hann hafi ekki tekið í gikkinn á byssunni. 

Hutchins lést eftir að voðaskot hljóp úr byssu sem Baldwin hélt á. Gerðist þetta við tökur á kvikmyndinni Rust í október á síðasta ári. Fjölskylda Hutchins hefur nú höfðað mál gegn Baldwin, framleiðendum myndarinnar og leikmunameistaranum. 

„Þú getur togar hamarinn aftur án þess að taka í gikkinn og án þess að læsa henni. Þannig ef þú dregur hamarinn hálfa leið aftur, þá læsist hann ekki. Síðan ef þú sleppir þá getur skot farið úr byssunni,“ sagði Carmack-Altwies í viðtali við Vanity Fair

Carkmack-Altwies hefur sjálf rannsakað fullyrðingar Baldwins óformlega. Hefur hún látið kanna byssur af sömu tegund og frá sama tímabili og var notuð við tökurnar. Rannsókn hennar hefur leitt í ljós að það er möglegt að skot hlaupi úr byssunni þegar hamarinn er togaður hálfa leið aftur og svo sleppt.

mbl.is
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.