Bresk YouTube-stjarna látin

Jamal Edwards árið 2019.
Jamal Edwards árið 2019. Ljósmynd/Wikipedia.org

Breski frumkvöðullinn og YouTube-stjarnan Jamal Edwards lést um helgina, aðeins 31 árs.

Fyrirtæki hans greindi BBC frá þessu.

Edwards var stofnandi tónlistarmiðilsins SBTV sem átti þátt í að vekja athygli á tónlistarmönnum á borð við Ed Sheeran, Dave og Skepta.

Edwards hlaut MBE-orðuna í heiðursskyni fyrir framlag sitt til bresks tónlistarlífs árið 2014.

Hann var viðstaddur Brit-verðlaunahátíðina fyrr í þessum mánuði og er sagður hafa þeytt skífum sem plötusnúður í Lundúnum á laugardagskvöld. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um dauðsfallið, nema hvað að hann lést að morgni sunnudags.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson