Sorgmædd yfir fjarveru sinni

Kate Winslet.
Kate Winslet. Ljósmynd/AFP

Leikkonan Kate Winslet viðurkenndi að hafa verið sorgmædd yfir því að hafa ekki getað verið viðstödd SAG-verðlaunahátíðina sem fram fór um liðna helgi. Sagðist hún hafa verið neydd til þess að vera heima á meðan á hátíðinni stóð en vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir því. 

Winslet vann til verðlauna á hátíðinni en persónulegar og óljósar aðstæður hennar komu í veg fyrir að hún gæti tekið við verðlaununum á staðnum. Leikkonan var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Mare og Easttown sem framleidd er af HBO streymisveitunni. Í þáttunum fer Winslet með aðalhlutverk sem Mare Sheenan og þar sem frammistaða hennar í þáttunum þykir vera framúrskarandi var hún verðlaunuð sem besti kvenkynsleikarinn að mati Screen Actor Guild verðlaunahátíðarinnar í ár. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

„Gott kvöld allir saman. Mér var ætlað að vera þarna í eigin persónu og er mér þungt um hjartarætur að hafa ekki verið þarna,“ sagði Winslet við aðdáendur sína en hún birtist á skjá hátíðarinnar í gegnum fjarfundabúnað til þess eins að heiðra ástsælu leikkonuna Helen Mirren og veita henni verðlaun fyrir ævistörf hennar sem leikkona í sjónvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson