Heppin að hafa fundið ástina

George Clooney og Amal Clooney.
George Clooney og Amal Clooney. AFP

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney er ein 12 kvenna sem voru valdar konur ársins af tímaritinu TIME. Clooney segir eiginmann sinn, Hollywoodstjörnuna George Clooney, veita sér mikinn innblástur og reynir að nýta athyglina til góðs. 

„Hjónabandið hefur verið yndislegt. Eiginmaður minn er mér ótrúlegur innblástur og er stuðningsríkur. Við eigum heimili sem er fullt af ást og hlátri,“ segir hinn 44 ára gamla Clooney í viðtalinu. Clooney á tvíburana Ellu og Alexander sem verða fimm ára á þessu ári með eiginmanni sínum. „Þetta er meiri hamingja en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér. Mér finnst ég svo heppin að hafa fundið ást í lífi mínu og verða móðir,“ sagði Clooney sem segir fjölskyldulífið hjálpa sér að halda jafnvægi. 

Clooney var þekktur lögfræðingur áður en hún kynntist George Clooney en eftir að þau giftust hefur hún verið enn meira í kastljósi fjölmiðla og ekki bara vegna starfa sinna. Hún segist nýta athyglina til þess að beina sjónum fólks að mikilvægum málefnum og það geti komið skjólstæðingum hennar til góðs. „Ég get ekki gert mikið í því þegar fréttir af vinnuviðburðum fjalla um eitthvað sem kemur málinu ekkert við. Þar sem ég get ekki stjórnað því reyni ég að hugsa ekki um það og held áfram með vinnuna og líf mitt,“ segir lögfræðingurinn.

View this post on Instagram

A post shared by TIME (@time)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant