Alveg agndofa yfir viðtökunum á Díönu

Kristen Stewart.
Kristen Stewart. AFP

Leikkonan Kristen Stewart hlaut Óskarstilnefningu fyrir túlkun sína á Díönu prinsessu í myndinni Spencer. Tilnefningin kom henni mjög mikið á óvart en leikkonan segir að hún hafi aldrei komist nálægt Óskarnum áður. 

„Ég er mjög hissa og ótrúlega þakklát og bara agndofa,“ sagði Stewart á rauða dreglinum á Spirit verðlaununum á sunnudaginn á vef ET. „Ég elska þessa mynd.“

„Ég var að hitta leikstjóra Spencer [Pablo Larraín] í fyrsta sinn síðan við fréttum af tilnefningunni,“ sagði leikkonan. Bara það að sjá svipinn og bros leikstjórans gladdi Stewart ótrúlega mikið þar sem fólkið á bak við myndina lagði svo mikla vinnu í hana. 

Stewart segist aldrei hafa komist nálægt því að hafa fengið tilnefningu. „Svo þessi upplifun, jafnvel án tilnefningarinnar hefði verið ótrúleg.“

Kristen Stewart sem Díana prinsessa.
Kristen Stewart sem Díana prinsessa.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem þú þarft ekki lengur. Hlustaðu á þína innri rödd og farðu eftir henni jafnvel þótt þér finnist það erfitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einfaldaðu líf þitt með því að losa þig við það sem þú þarft ekki lengur. Hlustaðu á þína innri rödd og farðu eftir henni jafnvel þótt þér finnist það erfitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden