Prinsessan er komin heim til sín

Charlene prinsessa er snúin aftur heim til Mónakó eftir að …
Charlene prinsessa er snúin aftur heim til Mónakó eftir að hafa verið á heilsuhæli í Sviss að jafna sig eftir erfið veikindi. AFP

Charlene prinsessa af Mónakó er komin aftur til Mónakó samkvæmt tilkynningu frá konunglegu hirðinni. Síðustu mánuði hefur hún dvalið á heilsuhæli í Sviss til að jafna sig eftir erfið og langvarandi veikindi. 

„Charlene prinsessa mun verja næstu vikum í að halda áfram að hlúa að heilsunni áður en hún tekur aftur til formlegra starfa,“ segir í tilkynningunni.

„Prinsessan hlakkar til að verja tíma með landsmönnum sínum um leið og heilsa hennar leyfir. Til þess að svo verði verður hún að fá frið og ró. Konunglegu hjónin fara þess vegna fram á að einkalíf þeirra og þeirra fjölskylduumhverfi haldi áfram að vera virt.“

Konunglegir álitsgjafar hafa gagnrýnt Albert prins fyrir að vera ekki opinskárri varðandi veikindi eiginkonu sinnar. 

„Konungshöllin er mjög umhugað um einkalíf konungsfólkið og við vitum ekki hvort við fáum nokkurn tímann svör við öllum spurningum okkar. En slík leyndardómshyggja mun aðeins leiða til meiri kjaftasagna og getgátna um t.d. hjónabandið og hennar andlegu heilsu,“ segir Brittani Barger. 

„Það væri langbest fyrir höllina að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þetta er það sem gerðist og hún er að fá hjálp með þetta og þetta. Þá getum við loks hætt með allar frekari vangaveltur.“

Albert prins hafði í viðtali við People sagt að Charlene vissi hvað hún þyrfti að gera til þess að ná fyrri heilsu og þetta hefði verið að hennar frumkvæði. Barger segir að viðtal hans við People hafi þrátt fyrir það verið mjög óljóst og skilið eftir fleiri spurningar en svör. 

„Hann minntist á líkamlega og andlega heilsu hennar en bað um að einkalíf þeirra yrði virt og að þetta hefði ekkert með hjónaband þeirra að gera. En ég held að ef þau hefðu verið opnari og sagt hvað væri í gangi þá hefði það verið betra fyrir alla.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Dagurinn hentar vel til að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hlutirnir gerast hraðar í kringum þig en þér finnst þægilegt. Dagurinn hentar vel til að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden