Kanye bannaður af Instagram

Kanye West hefur verið bannaður af Instagram í sólarhring.
Kanye West hefur verið bannaður af Instagram í sólarhring. AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West hefur verið læstur út af Instagram reikningi sínum í sólarhring vegna ásakana um hótanir í garð uppistandarans Trevor Noah. Mun hann ekki geta birt færslur, skrifað athugasemdir né sent skilaboð til annarra notenda. Bæði TMZ og Rolling Stone greina frá þessu. 

Talsmaður Meta, móðurfyrirtækis Instagram, sagði í viðtali við TMZ að gripið hafi verið til þessa úrræða vegna þess að nýlegar færslur hans hafi brotið reglur fyrirtækisins um hatursorðræðu, áreitni og einelti. 

Samkvæmt TMZ er rasísk athugasemd sem West skildi eftir við færslu Noah ástæðan fyrir banninu. West skrifaði athugasemdina eftir að Noah tjáði sig um skilnað West og fyrrverandi eiginkonu hans Kim Kardashian West á þriðjudagskvöld. 

Talsmaður Meta fullvissaði TMZ um að fyrirtækið væri tilbúið til þess að beita West harðari refsingum ef hann héldi uppteknum hætti áfram. 

West hefur verið gríðarlega virkur á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og notað þá meðvitað til að koma á höggi á Kardashian og kærasta hennar, grínistann Pete Davidson. Hefur hann dregið börn sín og Kardashian inn í umræðuna og opinberað meint samtöl á milli hans og Kardashian. Hefur hann regulega eytt athugasemdum og færslum skömmu eftir að hann birti þær. 

Kardashian sótti um skilnað við West í febrúar á síðasta ári.

Kanye West ásamt nýrri kærustu sinni Chaney Jones á körfuboltaleik …
Kanye West ásamt nýrri kærustu sinni Chaney Jones á körfuboltaleik um liðna helgi. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Samræður við vini ættu að verða líflegar og skemmtilegar í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Samræður við vini ættu að verða líflegar og skemmtilegar í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav