Skrítið að vera ekki dauðadrukkin

Chrissy Teigen hætti að drekka í fyrra.
Chrissy Teigen hætti að drekka í fyrra. AFP

Svokölluð verðlaunavertíð fer nú fram hjá fræga fólkinu en hápunktinum nær þegar Óskarsverðlunin verða afhent um helgina. Fyrirsætan Chrissy Teigen hætti að drekka í fyrra og segir skrítið að mæta á þessa viðburði án þess að fá sér drykk. 

„Þessir viðburðir eru mjög skrítnir fyrir mig af því ég átti það til að verða svo drukkin á þessum viðburðum,“ sagði Teigen í viðtali við ET. Teigen greindi frá því í janúar að hún hefði verið edrú í hálft ár. 

„Ég tengi verðlaunavertíðina mikið við að njóta mín og drekka kampavín en ég tengi hana líka við mjög mikla eftirsjá og asnaleg atvik,“ sagði Teigen. Hún átti það til að segja eitthvað asnalegt eða leið illa yfir því sem hún gerði. „Svo það er gott að finna ekki fyrir því.“

Teigen kláraði nýlega tæknifrjóvgunarferli með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend. Teigen og Legend eiga saman þrjú börn en það yngsta fæddist andvana eftir stutta meðgöngu árið 2020. Nú freista þau þess að eignast annað barn. „Ég var að klára minn hluta af tæknifrjóvgunarferlinu svo ég er miklu hraustari og betri,“ sagði Teigen og skipti fljótt um umræðuefni. „Svo edrúferðalagið er skemmtilegt, við sjáum til hvort að ég kemst í gegnum verlaunavertíðina án þess að fá mér eitthvað.“ 

Chrissy Teigen á Hollywood Beauty Awards þann 19 mars.
Chrissy Teigen á Hollywood Beauty Awards þann 19 mars. Amy Sussman/AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.