Með skurð á rauða dreglinum í annað sinn

Tónlistarkonan Halsey.
Tónlistarkonan Halsey. AFP

Tónlistarkonan Halsey lét sjá sig á Grammy-verðlaunahátíðinni þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð við legslímuflakki (e. endometriosis) fjórum dögum áður - og ekki í fyrsta sinn.

Halsey gekk rauða dregilinn með skurð við lífbeinið um liðna helgi en hún bar sig vel miðað við aðstæður. 

„Síðast þegar ég fór á Grammy-verðlaunahátíðina var árið 2017 og þá hafði ég farið í mína fyrstu aðgerð vegna legslímuflakks. Ég labbaði dregilinn með saumana enn í,“ skrifaði Halsey á Instagram þegar hún deildi myndum af sér á sjúkrahúsi í Las Vegas þar sem hún gekkst undir aðgerðina. „Heppnin er alltaf með mér og á morgun fer ég aftur á hátíðina eftir margra ára bið og fór í aðgerð (þú giskaðir rétt) fyrir þremur dögum síðan,“ sagði Halsey í hæðni og gat ekki annað en hlegið að seinheppni sinni. 

Halsey kveinkaði sér ekki á hátíðinni og leit betur út en nokkru sinni fyrr. Klæddist hún vínrauðum og svörtum kjól og beraði axlirnar ásamt því að skarta fallegum hatti. Hún hefur talað af hreinskilni um sársaukann sem hún upplifir oft og iðulega sökum sjúkdómsins en legslímuflakk getur líka verið valdur ófrjósemis. Fréttamiðillinn Page Six greindi frá.

Fyrir tæplega ári eignaðist Halsey son sem hefur verið miðpunktur lífs hennar síðan. Hefur hennar verið saknað á fjölmörgum viðburðum síðastliðið ár en hún hefur sett fjölskyldulífið í forgang. 

View this post on Instagram

A post shared by halsey (@iamhalsey)

AFP
AFP
AFP





 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler