Borgar ekki fyrir lögfræðikostnað mömmu

Britney Spears vill ekki borga lögfræði kostnað móður sinnar.
Britney Spears vill ekki borga lögfræði kostnað móður sinnar. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears hefur dregið línu í sandinn þegar kemur að því að fjölskylda hennar nýti sér fjármuni hennar. Hún neitar nú að greiða fyrir lögfræðikostnað móður sinnar Lynn Spears. 

Lögmaður Spears, sem hún fékk heimild til að ráða síðastliðið sumar, Mathew Rosengart kom fyrir dómara í vikunni þar sem hann mótmælti kröfu Lynn Spears um að dóttir hennar greiddi lögfræðikosnað hennar. 

Tæpir fimm mánuðir eru síðan tónlistarkonan endurheimti sjálfræði sitt aftur og hefur hún nú stjórn yfir fjárhagsmálum sínum. Lynne sótti um að dóttur hennar yrði gert að greiða lögfræðikostnað hennar sem hljóðar upp á um 85 milljónir íslenskra króna. Lagði hún kröfuna fram í nóvember á síðasta ári. 

„Britney Spears hefur verið eina fyrirvinna fjölskyldu sinnar í áratugi, og stutt við bakið á fjölskyldu sinni öll þessi ár,“ sagði Rosengart. Hann benti á að faðir hennar, Jamie Spears, hafi misnotað aðstöðu sína gagnvart dóttur sinni þann rúma áratug sem hann var lögmaður hennar. Það væri því ekkert nýtt fyrir tónlistarkonuna að fjölskylda hennar misnotaði auðævi hennar. 

Undanfarin tíu ár hefur Lynne búið í stóru húsi í Kentwood í Louisianaríki, en húsið er í eigu dóttur hennar sem hefur haldið áfram að greiða fyrir fasteignagjöld, hita, rafmagn, síma, tryggingar, net, sundlaug og viðhald. Hann benti einnig á að Lynne væri ekki beinn aðili að lögráðamannsmáli dóttur sinnar og því hafi Britney borgað undir móður sína án þess að þurfa þess lagalega séð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson