Ridley Scott kaupir réttinn að nýjustu bók Ragnars

Ragnar Jónasson rithöfundur.
Ragnar Jónasson rithöfundur. mbl.is/Árni Sæberg

Scott Free Productions, framleiðslufyrirtæki Ridley Scott, hefur tryggt sér réttinn að Úti sem er nýjasta skáldsaga Ragnars Jónassonar.

„Þetta er ótrúlega spennandi fyrir mig að fá tækifæri til að vinna með manni eins og Ridley Scott og hans teymi,“ segir Ragnar Jónasson í samtali við mbl.is.

Ridley Scott er einn fremsti kvikmyndagerðarmaður samtímans og hefur leikstýrt myndum á borð við Alien, Blade Runner, Gladiator og Thelma & Louise.

Viðræður hafnar við danskan leikstjóra

„Þetta kom til tals síðasta sumar þegar bókin kom út á Íslandi og búið var að þýða hana strax á ensku, þá fór eintakið til fyrirtækisins hjá Ridley Scott í gegnum Truenorth hérna heima,“ segir Ragnar.

„Þá kviknaði áhuginn hjá þeim og við fórum af stað í viðræður við þá um að kaupa réttinn og það er að klárast núna.“

Úti er spennusaga og sálfræðitryllir sem fjallar um fjóra vini sem fara upp á hálendi um vetur í rjúpnaveiði. Þeir lenda í óveðri og leita skjóls í litlum veiðikofa.

Stefnt er að því að gera kvikmynd eftir bókinni sem Ridley Scott muni framleiða. Viðræður eru þegar hafnar við danska leikstjórann Henrik Hansen um að leikstýra myndinni.

CBS og Warner Bros hafa áhuga

Verið er að vinna upp úr fleiri bókum Ragnars erlendis. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur ákveðið að gera þáttaröð upp úr Dimmu, Drunga og Mistri sem er þríleikur um lögreglukonuna Huldu.

Þá ætlar Warner Bros að gera sjónvarpsþætti upp úr Siglufjarðarbókunum sem fjalla um lögreglumanninn Ara Þór.

„Ég er að vona að eitthvað af þessu fari í gang á þessu ári eða næsta, þetta er mislangt komið en allt bara í góðum farvegi og vonandi verður allt tekið upp á Íslandi.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sinntu þeim sem næst þér standa af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin