„Maður bara koðnar niður hægt og rólega“

Rakel Jónsdóttir, leiðsögumaður og einn stofnenda Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma, upplifði í mörg ár einkenni eins og svefnleysi, þreytu, minnisleysi, hármissi og kulda áður en að hún greindist loks með skjaldkirtilssjúkdóm. Einkennin voru orðin svo slæm að um tíma var hún orðin mjög örvæntingafull.

Rakel hafi margoft gengið á milli lækna vegna þeirra einkenna sem hún var að glíma við hverju sinni en áttaði sig ekki á heildarmyndinni, ekkert frekar en læknarnir. Það var ekki fyrr en einn daginn að það var minnst á það við hana að hún gæti verið með skjaldkirtilssjúkdóm að hún fór að minnast á þann möguleika við lækna.

Það var hinsvegar ekki fyrr en mörgum árum síðar að hún fékk loks greininguna; vanvirkur skjaldkirtill. Í kjölfarið fór Rakel á lyf sem hafa gjörbreytt lífi hennar til hins betra.

Berglind Guðmundsdóttir ræðir við þær Rakel og Kristjönu Marín Ásbjörnsdóttur í Dagmálsþætti dagsins en þær eiga það sameiginlegt að vera að glíma við skjaldkirtilssjúkdóm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson