Í tæplega 11 ára fangelsi fyrir andlát Millers

Mac Miller lést eftir að hafa tekið of stóran skammt …
Mac Miller lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum í september 2018. AFP

Einn karlmannanna sem seldi rapparanum Mac Miller fíkniefni sem leiddu til dauða hans hefur verið dæmdur í 10 ára og 11 mánaða fangelsi. Maðurinn, sem heitir Ryan Reavis, er einn þriggja sem hafa verið ákærðir fyrir andlát Millers.

Reavis játaði fyrir dómara að hann hafi selt lyfið fentanyl til rapparans. Miller lést vegna ofskömmtunar í september árið 2018. Hafði hann þá talið sig hafa keypt lyfið oxycondone, en án hans vitundar var fentanyl blandað í töflurnar. Ópíóðalyfið fent­anyl er fimm­tíu sinn­um sterk­ara en oxycondo­ne og meðal ann­ars gefið krabba­meins­veik­um.

Samkvæmt heimildum Rolling Stone óskaði Reavis eftir fimm ára fangelsisdómi fyrir brot sitt og sagðist aðeins hafa verið milligöngumaður. Hann hafi ekki vitað að fentanyli hafi verið blandað í töflurnar. Ákæruvaldið fór fram á tólf og hálfs árs fangelsisdóm yfir hinum ákærða. 

Annar maður viðriðinn andlát Millers hefur játað sekt sína í málinu. Stephen Walters játaði í nóvember á síðasta ári að hafa selt rapparanum fíkniefni. Hann hefur enn ekki hlotið dóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson