Skilja eftir 24 ára langt hjónaband

Það er mikið í gangi í einkalífi Thandiwe Newton.
Það er mikið í gangi í einkalífi Thandiwe Newton. AFP/Alberto E. Rodriguez

Hollywoodstjarnan Thandiwe Newton er sögð vera að skilja við eiginmann sinn, leikstjórann Ol Parker. Hjónin kynntust árið 1997 og giftu sig ári seinna. Þau eiga þrjú börn saman. 

Leikkonan er sögð hafa þurft að taka sér hlé frá vinnu en hún var nýlega í tökum á myndinni Magic Mike í London. Leikkonan Salma Hayek hoppaði inn í hlutverk Newton og þarf að taka upp atriði aftur. 

„Það hefur mikið gengið á í einkalífinu, hún og eiginmaður hennar eru að skilja. Hún virtist stressuð, hún tók meira að segja tvær kanínur með sér á hótelið sér til stuðnings,“ sagði heimildarmaður Page Six. 

Samstarfsfólk hafði áhyggjur af henni og segja heimildarmenn að leikkonan hafi átt erfitt andlega og glímt við fjölskylduvandamál í kjölfar skilnaðarins. Leikkonan flaug til Bandaríkjanna og var reynt að koma henni að á meðferðarstofnun. 

Newton á að hafa rekið umboðsmann sinn til þrjátíu ára í Bretlandi. Umboðsmaður Newton í Bandaríkjunum er hins vegar sagður hafa flogið til London frá Los Angeles í síðustu viku til þess sætta framleiðslufyrirtæki myndarinnar Magic Mike. 

Thandiwe Newton með dóttur sinni Nico Parker.
Thandiwe Newton með dóttur sinni Nico Parker. AFP/VALERIE MACON
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.