Sagður vandræðalegur á myndinni

Nýjasta fjölskyldumyndin úr konungdæmi Mónakó.
Nýjasta fjölskyldumyndin úr konungdæmi Mónakó. Skjáskot/Instagram

Sérfræðingur í líkamstjáningu segir að prins Albert sé að reyna að sýna styrk í nýrri fjölskyldumynd sem birtist af honum og Charlene prinsessu á dögunum. Stellingin sé hins vegar afkáraleg og stíf.

„Hann staðsetur sig fyrir aftan konu sína og börn og leggur hönd á öxl sonarins. Þannig er hann að sýna að hann er verndari fjölskyldunnar. Útkoman er þó heldur afkáraleg og hann vandræðalegur þarna á myndinni,“ segir Judi James. „Charlene er mun afslappaðri og sýnir hversu náin hún er börnunum sínum þrátt fyrir miklar fjarvistir síðustu mánuði. Hún leitast við að ná augnsambandi við dóttur sína sem hvílir í fangi hennar.“

„Albert virðist mun stífari, hvernig hann krýpur og ýtir fram bringunni bendir til þess að hann vilji sýna styrk sinn og stöðugleika. Brosið hans er þar að auki mjög stirt. Þessi uppstilling er mjög sambærileg myndinni af þeim saman í Suður Afríku þar sem hann heldur einnig verndandi hendi yfir fjölskyldunni.“

Þetta er fyrsta opinbera myndin af fjölskyldunni saman síðan í nóvember á síðasta ári. Stuttu eftir að myndin var birt greindist Albert prins með Covid-19 í annað sinn.

Fjölskyldan saman í Suður Afríku á síðasta ári.
Fjölskyldan saman í Suður Afríku á síðasta ári. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant