Nýr „bump-smellur“ frá Love Guru

Þórður Helgi sem Love Guru.
Þórður Helgi sem Love Guru. Skjáskot/YouTube

Tónlistarmaðurinn Love Guru hefur engu gleymt og gefur út nýjan smell í dag, föstudag, sem ber titilinn Love Bump 22. Lagið er eins konar endurgerð útgáfa af fyrsta laginu sem hljómsveitin Boney M gaf út á sínum tíma, Baby Do Ya Wanna Bump. Love Guru lét sér ekki nægja að gefa út eina útgáfu af endurgerð Boney M-slagarans heldur verða útgáfurnar tvær talsins, singúll og aðeins meira diskó. Betri byrjun á helginni er vart hægt að biðja um enda um algeran stuðsmell að ræða.  

Útvarps- og tónlistarmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli, er maðurinn á bak við Love Guru. Aðspurður um ástæður á útgáfu fyrrnefnds slagara segir Love Guru ástæðuna fyrst og fremst vera til að heiðra þokkafyllsta dansverk allra tíma, The Bump, sem sungið er um í laginu og fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir.  

„Það kom ekkert annað til greina en að einn þokkafyllsti tónlostamaður landsins myndi heiðra þennan þokkafyllsta dans sögunnar,“ segir hinn hressi Love Guru þegar hann var spurður út í tilurðina. „Ég hef bumpað nánast frá fæðingu. Ég var fæddur til að bumpa,“ bætti Guruinn við og hefur gaman að því að leika sér með orðið „tónlostamaður“.

Félagarnir Siggi Gunnars og Doddi litli að ,,bumpa
Félagarnir Siggi Gunnars og Doddi litli að ,,bumpa". Ljósmynd/Aðsend

Love Guru fær þig til að hrista bossann inn í komandi helgi

Lagið er uppfullt að gleði og góðu stuði og mun færa „bumpið“ aftur upp á yfirborðið. Báðum útgáfum fylgja tónlistarmyndbönd þar sem kynþokkinn umlykur aðstoðarmenn Love Gurus með þeim hætti að fanga það sem einkenndi tíðarandann þegar „bumpið“ var upp á sitt besta. Þar koma hjólaskautar, húlahringir og jögglarar við sögu og allt það besta sem 70's áratugurinn hafði upp á að bjóða.

„Það er löngu kominn tími til þess að koma bumpinu aftur í tísku,“ segir Love Guru sem er að vonum ánægður með nýútgefið efni sitt. „Það er óþarfi að deila um að þetta myndband er án nokkurs vafna það besta sem Love Guru hefur sent frá sér,“ segir hann jafnframt.

Lengi lifi ,,bumpið
Lengi lifi ,,bumpið"! Ljósmynd/Aðsend

Útgáfurnar tvær af laginu er hægt að nálgast á streymisveitunni Spotify frá og með deginum í dag en aðal útgáfa tónlistarmyndbandsins verður frumsýnd á Facebook-síðu Love Guru annað kvöld, kl. 20.00. Það ætti enginn að láta það framhjá sér fara.  

Hér að neðan má rifja upp dansspor „bumpsins“ og hita sig upp fyrir helgina með nýjasta smellinum frá stuðboltanum Love Guru. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler