Systurnar í frjálsu falli

Sigga, Eyþór, Beta og Elín keppa fyrir Íslands hönd í …
Sigga, Eyþór, Beta og Elín keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Systurnar Sigga, Beta og Elín eru mættar til Tórínó þar sem þær tóku sína fyrstu æfingu á sunnudaginn. Þrátt fyrir góða stemningu í hópnum og fallegan söng er íslenski hópurinn ekki að uppskera í veðbönkum í ár. 

Ísland hefur verið í kringum 26. sætið undanfarnar vikur en virðist nú vera í frjálsu falli. Sem stendur er lagið komið niður í 31. sætið. Sigurlíkur lagsins með Með hækkandi sól eru innan við eitt prósent að því fram kemur á Eurovision World. Vefsíðan keyrir stuðla frá öllum helstu veðbönkum sem bjóða upp á veðmál fyrir Eurovison. 

Sigurstranglegasta lagið í ár er framlag Úkraínu, Stefania sem Kalush Orchestra flytur. Ítalía og Svíþjóð eru í öðru og þriðja sæti en eiga ansi langt í land ef eitthvað er að marka vefmálasíðuna. 

Lagið Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og …
Lagið Með hækkandi sól í flutningi systranna Siggu, Betu og Elínar vann Söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.