Segist hafa séð Heard berja Depp

Bandaríski leikarinn Johnny Depp í dómssalnum í gær.
Bandaríski leikarinn Johnny Depp í dómssalnum í gær. AFP

Travis McGivern, einn af öryggisvörðum bandaríska leikarans Johnny Depp, segist hafa séð leikkonuna Amber Heard slá Depp í andlitið á meðan þau voru gift. McGivern bar vitni í gegnum fjarfundabúnað í gær, mánudag, í meiðyrðamáli Depp gegn Heard. 

McGivern bar vitni um nokkur rifrildi sem áttu sér stað á heimili þeirra Depp og Heard eftir að þau komu heim frá Ástralíu í mars 2015. Depp höfðaði meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis en nafngreindi ekki Depp. Hann fer fram á 50 milljónir bandaríkjala í skaðabætur.

McGivern vinnur enn fyrir Depp og er aðallega á kvöld- og næturvöktum á heimili hans.

Þá lýsti hann rifrildi í apríl 2016 í smáatriðum og sagðist meðal annars að Heard hafi hent Red Bull dós í leikarann ofan af annarri hæð, sem lendi á baki hans. Hann var kallaður til á heimili leikarans auk einkahjúkrunarfræðingi Depps klukkan fjögur um nótt. 

Hann segir þau bæði hafa verið mjög pirruð kvöldið sem um ræðir. Heard hafi farið og komið aftur með systur sinni Whitney. Á sama tíma hafi McGivern reynt að koma Depp út af heimilinu en þá hafði hann meðal annars hent fataslá með fötum Heard niður af þriðju hæð. 

Travis McGivern bar vitni í gegnum fjarfundabúnað.
Travis McGivern bar vitni í gegnum fjarfundabúnað. AFP

Hann segist hafa staðið á milli þeirra tveggja þegar Heard hafi barið Depp í andlitið. „Ég heyrði og sá hnefann í vinstri hlið andlits herra Depp,“ sagði McGivern og sagði að hann hafi fengið mar í andlitið í kjölfarið. 

Hann Depp hafa verið í áfalli í fyrstu. Hann hafi svo tekið þá ákvörðun um að koma honum út af heimilinu sem fyrst, öryggis hans vegna. 

McGivern og sagði að Heard hafi látið tilfinningar sínar bitna á Depp nokkrum sinnum í viku. Hann sagði Depp aldrei hafa brugðist líkamlega við. „Hún henti veski eða tösku í hann, hún hrækti á hann, og lét mörg ljót orð falla,“ sagði McGivern.

Amber Heard í dómsalnum í gær.
Amber Heard í dómsalnum í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant