Segir Heard þjást af áfallastreituröskun

Amber Heard í réttarsal í dag.
Amber Heard í réttarsal í dag. AFP

Leikkonan Amber Heard þjáist af áfallastreituröskun eftir ofbeldi í nánu sambandi af hálfu fyrrverandi eiginmanns hennar Johnny Depp, að sögn sálfræðings sem bar í dag vitni í meiðyrðamáli Depp gegn Heard. 

Sálfræðingurinn Dawn Hughes sagði Depp jafnframt þjást af „þrálátri ofstjórnun“ og „þrálátri afbrýðissemi“ í garð Heard.

Hughes var fyrsta vitni Heard í málinu, en lögmenn Depp luku sinni vitnaleiðslu í gær.

Svarar lögfræðingum Depp á morgun

Hughes segist hafa greint Heard með áfallastreituröskun með því að framkvæma fjögur mismunandi greiningarpróf. Niðurstöðurnar gefi sterklega til kynna að röskunin sé afleiðing heimilisofbeldis. 

Niðurstöður Hughes voru á skjön við vitnisburð Shannon Curry, sem bar vitni fyrir hönd Depp að leikkonan væri ekki með áfallastreituröskun. Curry sagðist hafa greint Heard með jaðar-persónuleikaröskun, en Hughes er ósammála þeirri niðurstöðu. 

Hughes mun á morgun svara spurningum lögfræðinga Depp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson