Segir Ísland vera „svarta hestinn“

Andrés Jakob Guðjónsson segir Systurnar vera svarta hestinn í ár.
Andrés Jakob Guðjónsson segir Systurnar vera svarta hestinn í ár. Samsett mynd

Andrés Jakob Guðjónsson ritari Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) er ekki búinn að missa trúna á að Eurovisionsysturnar komist áfram á aðalkvöld Eurovision söngvakeppninnar þrátt fyrir að lagið sé neðarlega í veðbönkum. 

„Ég tel að Ísland sé „svarti hesturinn“ í ár. Það er margt sem vinnur með laginu. Lögin á undan eru eitt, og svo að þær eru með gríðarlega mikla útgeislun er annað. Þær eru líka einstaklega samstillar sem mun vinna með Systrunum. Söngurinn fær 12 stig hjá dómurum og svo eru þær í seinni hluta undankeppninnar en það er alltaf gott. Það má gera grín að mér það sem eftir er af árinu, en ég segi að Ísland taki 4. sætið,“ segir Andrés. 

Eurovison fer fram í Tórínó á Ítalíu í næstu viku. Systurnar stíga á svið á þriðjudagskvöld, 10. maí en úrslitakvöldið er hinn 14. maí.

Allir Eurovisionspekingar fari yfir um

Andrés varð strax heillaður af lagi Systranna og kaus það í Söngvakeppninni. „Sviðsframkoma fjórmenninganna eða systkinanna, ljósin, myndvinnsla, búningarnir einstaklega faglegt. Hópurinn var alveg með allt á hreinu,“ segir Andrés.

„Spennan er orðin óbærileg eftir þessi tvö ár í heimsfaraldri og tilfinningin er að allir Eurovision spekingar fari yfir um þegar nær dregur fyrsti undankeppninni þar sem Ísland stígur á svið. Við Euro nördarnir erum spenntir yfir öllu sem er í gangi, ekkert óvanalegt svo sem en spár og spekulasjónir um hvern keppanda er eins og björn sem er vaknaður af vetrardvala,“ segir Andrés spurður hvernig stemningin sé í ár.

Andrés kemst ekki út á keppnina í ár en nokkrir meðlimir FÁSES eru á leið út og verða í mikilli stemningu íTórínó.

Andrés og félagar á Eurovision í Austurríki árið 2015.
Andrés og félagar á Eurovision í Austurríki árið 2015.

Spáir Svíþjóð sigri

„Ég spái Svíþjóð í fyrsta sætið en það mun vera mjótt á mununum því aðrir hugsanlegir sigurvegarar eru Ítalía eða Úkraína. En ég er eitthvað tvísýnn á að Úkraína muni vinna en það er alltaf möguleiki,“ segir Andrés. Hann telur að stríðið í Úkraínu muni setja mark sitt á keppnina þar sem allir séu betur upplýstari um hvað sé að gerast. 

„Mörg lönd hafa tekið á móti flóttamönnum, hjálpastofnanir aðstoða og fólk að býður fram hjálparhönd, svo þetta verður rætt mikið á Eurovision held ég. Eurovision hefur alltaf staðið með friðinum enda var Eurovision stofnað árið 1956 til að vinna gegn stríði. Það átti að sameina alla Evrópu, sem nú finnur fyrir hversu brothætt það er þegar reynir virkilega á. Stjórnendur munu sennilega ekki láta þetta kyrrt liggja,“ segir Andrés.

Andrés er ekta Eurovision-nörd og er gríðarlega spenntur fyrir að sjá nokkur atriðið á stóra sviðinu. Helst er hann spenntastur fyrir að sjá atriði Bretlands sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu ár. 

„Lagið í ár, Space Man, finnst mér vera svo flott og vona að sviðið verði stórkostlegt. Það verður forvitinilegt að sjá Aserbaídsjan í ár því mér finnst lagið svo leiðinlegt því miður. Aserbaídsjan kemst alltaf áfram sama hvernig lagið er, en ég held það verði sjúklega erfitt að gera eitthvað fyrir lagið á sviðinu. Ég hlakka til að sjá Sekret fá Albaníu en sérstaklega „Trenuleţul“ frá Moldóvu: Hey hó! Let's go! Folkelore si Rock'n'roll.“ Ég held þetta sé sakbitna sælan hjá mér í ár.“

Andrés varð strax heillaður af lagi Systranna og kaus þær …
Andrés varð strax heillaður af lagi Systranna og kaus þær áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unni Lindell
2
Eva Björg Ægisdóttir
3
Nita Prose

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er rétti tíminn til þess að bera upp spurningu, sem hefur lengi verið að brjótast um í þér. Njóttu þess svo að daðra í kvöld - þú ert æsandi.