Sonur Nick Cave látinn

Nick Cave.
Nick Cave. AFP

Nick Cave staðfesti í yfirlýsingu í dag að sonur hans Jethro Lazenby væri látinn, 31 árs að aldri. „Það er með mikilli sorg sem ég staðfesti að sonur minn Jethro er látinn. Við værum þakklát fyrir að einkalíf fjölskyldunnar yrði virt á þessum tíma,“ skrifaði hann.

Jethro sem hafði starfað sem fyrirsæta fyrir Balenciaga og Versace ólst upp í Ástralíu og hitti ekki föður sinn fyrr en hann var sjö ára gamall, að því er kemur fram í frétt Guardian.

„Þetta var erfiður tími en þetta varð frábært að lokum,“ sagði Cave í viðtali árið 2008. „Það er mér til eilífrar eftirsjár að ég hafði ekki mikið samband við Jethro fyrstu árin en nú eigum við frábært samband,“ bætti hann við.

Jethro losnaði úr fangelsi síðustu helgi en í apríl var hann fundinn sekur um líkamsárás eftir að hafa ráðist á móður sína. Lögfræðingur hans sagði hann hafa verið greindan með geðklofa. 

Cave hefur nú misst tvo syni sína en Arthur sonur hans lést 15 ára gamall eftir að hafa fallið fram af kletti nálægt Brighton í Englandi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.