Bilunin kom Systrum úr jafnvægi

Sigga, Beta, Elín og Eyþór ásamt Ylfu Guðlaugsdóttur, ungum Eurovisionaðdáanda …
Sigga, Beta, Elín og Eyþór ásamt Ylfu Guðlaugsdóttur, ungum Eurovisionaðdáanda sem kom til Tórínó í morgun til að fylgjast með keppninni og styðja Systur til sigurs. mbl.is/Sonja Sif

Bilunin í hljóðkerfinu á sviðinu á dómararennslinu í gær kom Systrum úr jafnvægi. Þau segja bilunina hafa komið þeim mikið á óvart því allt hafi gengið vel á sviðinu á æfingum síðustu vikuna.

„Já þetta kom allavega mér úr jafnvægi,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir í samtali við mbl.is og systkini hennar Elín, Elísabet og Eyþór sögðust vera sammála henni. Blaðamaður hitti systkinin á hótelinu þeirra rétt áður en þau lögðu af stað upp í höll til þess að fara á aukaæfingu vegna bilunarinnar.

Greint var frá því í gærkvöldi að bilun hafi átt sér stað í hljóðkerfinu þegar Ísland flutti lag sitt fyrir dómara. Bilunin var þó ekki greinanleg í streymi til dómaranna en kom þeim engu að síður úr jafnvægi.

Elín segir að voðinn sé vís þegar maður heyrir ekki í hinum á sviðinu. „Það er tvennt sem maður óttast mest í svona aðstæðum, annars vegar að maður syngi í rangri tóntegund, eða að maður detti úr takt,“ segir Elín. 

Systkinin segjast öll hafa orðið aðeins óöruggari á sviðinu en að þau séu samt mjög örugg fyrir æfingar dagsins og keppnina í kvöld. „Þegar maður heyrir illa í sjálfum sér þá verður maður ósjálfrátt aðeins hræddur,“ segir Sigga.

„Það kom okkur mjög mikið á óvart að þetta væri í ólagi í gær,“ segir Eyþór.

Þau eru samt sammála um að æfingin hafi gengið ótrúlega vel þrátt fyrir bilunina. „Núna höfum við allavega prófað að vera á sviðinu þegar eitthvað fer úrskeiðis og vitum hvernig við eigum að komast í gegnum það,“ segir Sigga.

Þau vonast til æfingar dagsins skili þeim einfaldlega betra hljóð í eyrun. „Ef hljóðið er okei, erum við ókei,“ segir Elín.

Hópurinn var spenntur fyrir deginum.
Hópurinn var spenntur fyrir deginum. mbl.is/Sonja Sif

Vona að Úkraína vinni

Systkin­in segj­ast vera gríðarlega spennt að stíga loks­ins á sviðið í kvöld og flytja lagið fyr­ir Evr­ópu. Að baki séu tveir lang­ir mánuðir af vinnu og það verði gam­an sýna afrakst­ur­inn. Þau senda hlýj­ar kveðjur heim til Íslands.

„Takk fyr­ir að hafa trú á okk­ur og við mun­um halda áfram að gera okk­ar besta. Það eru all­ir bún­ir að sýna okk­ur svo mik­inn stuðning og við erum svo þakk­lát fyr­ir það. Okk­ar fólk heima á Íslandi skipt­ir okk­ur mestu máli. Það skipt­ir okk­ur mestu máli að vera okk­ar fólki til sóma,“ seg­ir Sigga. 

Systkin­in stefna að sjálf­sögðu á að kom­ast áfram í kvöld en þau vona að Úkraína kom­ist áfram „Ég vona að Úkraína vinni Eurovisi­on,“ seg­ir Sigga og öll systkin­in taka und­ir með henni.

„Það er auðvelt að hugsa að all­ir haldi með Úkraínu útaf ástand­inu þar, og auðvitað eru ein­hverj­ir þar. En þeir eru líka með geggjað aðtriði og geggjað lag,“ seg­ir Eyþór. Þau segja að Úkraína muni ekki fá samúðar­at­kvæði frá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson