Fer Ísland áfram?

Systur á æfingu á sviðinu í Tórínó á fimmtudaginn.
Systur á æfingu á sviðinu í Tórínó á fimmtudaginn. Ljósmynd/ EBU / ANDRES PUTTING

Systur stíga á svið í kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tórínó. Aðeins tíu lög komast upp úr fyrri riðlinum en úrslitin fara fram á laugardagskvöldið. Ísland er í riðli með Úkraínu sem er spáð sigri í ár. 

Systur með lagið Með hækkandi Sól eru númer 14 í röðinni af 17 löndum. 18 lög taka þátt í seinni undanúrslitariðlinum á fimmtudaginn. Úkraína með lagið Stefania er sjötta landið. Ef þú vilt ekki missa af hápunkti kvöldsins (og kannt ekki á tímaflakkið) skaltu poppa og fara á klósettið áður en austurríski keppandinn lýkur flutningi sínum en hann er á undan Íslandi. 

Kalush Orchestra frá Úkraínu stíga á sviði í kvöld.
Kalush Orchestra frá Úkraínu stíga á sviði í kvöld. AFP

Símakosning ásamt stigagjöf dómara ræður því hvaða lönd komast áfram. Þau lönd sem eru með Íslandi í riðli geta kosið Ísland áfram. Oftast nær hafa Norðurlöndin verið góð hvort við annað en Noregur og Danmörk eru með Íslandi í riðli. 

Það verður að teljast öruggt að Úkraína komist áfram. Grikklandi, Noregi og Hollandi hefur einnig verið spáð góðu gengi. Ísland hefur ekki flogið hátt í veðbönkum en söngur systranna á vonandi eftir að heilla áhorfendur í Evrópu sem og dómnefndirnar í hverju landi fyrir sig. 

Amanda Georgiadi Tenfjord keppir fyrir hönd Grikklands.
Amanda Georgiadi Tenfjord keppir fyrir hönd Grikklands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler